Hversu viðeigandi er þessi ræða frá 1944 fyrir Íslendinga 66 árum síðar?

509px-FDR_in_1933

11. janúar 1944 flutti Franklin D. Roosevelt magnaða ræðu. Mig langar að þýða hluta úr henni sem á við um Ísland í dag.

 

 - - -

"Þetta ríki var í upphafi og óx til núverandi styrks verndað af ákveðnum ófrávíkjanlegum pólitískum réttindum - meðal þeirra réttinum til málfrelsis, fjölmiðlafrelsis, trúarbragðafrelsis, réttarhöldum með kviðdómi (ekki á Íslandi), frelsi frá ósanngjarnri leit og yfirtöku eigna. Þetta voru réttindi okkar fyrir lífi og frelsi.

En á meðan þjóð okkar hefur vaxið í stærð og mikilvægi - og efnahagskerfi okkar víkkað út - hafa þessi pólitísku réttindi reynst máttlaus til að tryggja okkur jöfnuð í leit okkar að hamingju.

Við höfum áttað okkur á þeim skýra veruleika að sannkalla einstaklingsfrelsi hefur enga tilvistargetu án fjárhagslegs öryggis og sjálfstæðis. "Menn í neyð eru ekki frjálsir menn." Fólk sem er hungrað og atvinnulaust eru það sem gerir harðstjórn að veruleika.

Á okkar dögum hefur þessi efnahagslegi sannleikur verið tekinn sem sjálfsagður. Við höfum samþykkt, má segja, aðra stjórnarskrá þar sem nýr grundvöllur fyrir öryggi og hagsæld getur verið stofnað fyrir alla óháð stöðu, kynþætti eða skoðunum.

Meðal þeirra eru:

Réttur til að vinna gagnlegt og hagkvæmt starf í atvinnuvegum eða verslunum eða bóndabæjum eða námum þjóðarinnar;

Réttur til að vinna sér inn nógu mikil laun til að verða sér úti um viðunandi fæði og klæðnað og tómstundir;

Réttur sérhvers bónda til að rækta og selja framleiðslu sína á verði sem gefur honum og fjölskyldu hans sæmandi lifibrauð;

Réttur sérhvers athafnamanns, meiri og minni, til að stunda viðskipti í andrúmslofti frjálsu undan ósanngjarnri samkeppni og yfirráðum auðhringa heima sem erlendis;

Réttur sérhverrar fjölskyldu til mannsæmandi heimilis;

Réttur á viðunandi heilbrigðiskerfi og tækifæri til að öðlast og njóta góðrar heilsu;

Réttur á viðunandi vernd frá fjárhagslegri ógn þeirri sem fylgir elli, veikindum, slysum og atvinnuleysi;

Réttur á góðri menntun;

Öll þessi réttindi eru undirstöður öryggis. Og eftir að þetta stríð er unnið verðum við að vera tilbúin að færa okkur fram á veginn, við innleiðingu þessara réttinda, til nýrra markmiða mannlegrar hamingju og farsældar."

- - -

 

Þessar fallegu hugmyndir hafa ekki enn verið innleiddar í Bandaríkjunum.

Ég ólst upp í Breiðholtinu og var það bláeygur að trúa því að þessi réttindi væru trygg meðal okkar, en árið 2008 rann upp fyrir mér að það var blekking ein. Loforðin um frelsi og öryggi á Íslandi var lygi falin í orðskrúði stjórnmálamanna, auðmanna og handbenda þeirra héðan og þaðan úr þjóðfélaginu.

Íslendingar töldu sig vera frjálsa þjóð, en voru það ekki, og verða það ekki fyrr en þeir losna undan þeirri heljarkrumlu sem kröfuhafar og bankar ætla sér að nota til að kreista hvern einasta krónudropa úr sérhverju íslensku heimili, sama hvað það kostar.

Ekki gleyma að þegar manneskju er sparkað út af eigin heimili, þarf hún samt einhvers staðar að búa.

 


 

Þessi grein birtist áður með gagnrýni minni á Capitalism: A Love Story eftir Michael Moore, en þar birtist þessi magnaða ræða Roosevelt í fyrsta sinn. Það er samhljómur þarna með alþjóðlegum lögum um mannréttindi sem samþykkt voru af Sameinuðu þjóðunum stuttu síðar undir forystu Elenor Roosevelt, ekkju Franklin.

Þetta eru allt sjálfsögð réttindi, en á Íslandi í dag er þeim hætta búin, þar sem eðlilegt þykir að svipta fólk heimilum sem ekki getur greitt afborganir af lánum. Það á ENGINN að þurfa að lifa við þá ógn að sjá fram á heimilismissi í náinni framtíð. Það þarf að tryggja öllum lágmarks húsnæði - og þá er ég ekki að meina leiguhúsnæði sem gildir skamman tíma í senn, heldur heimili sem hægt er að treysta á til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Merkilegt hversu vel þetta á við í dag.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.6.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi sjálfsögðu réttindi sem reyndist vera blekking er það í fleyri löndum enn Íslandi. Í daglega lífinnu hjá mér í Svíþjóð var maður sem braut af sér og missti íbúðinna. Hann er HIV smitaður og þar sem hann varð húsnæðislaus, missir hann "bromsmedicinen" sem heldur HIV i skefjun. það er talið að menn sem eru húsnæðislausir getir ekki tekið meðöl. Að þá virki þau ekki. Hann getur komið aftur þegar hann fær húsnæði, ef það er þá ekki of seint. það er það fyrir allt of marga...það eru liðnir 4 mánuðir og fær engin meðöl...manni finnst þetta ekki vera lýðræði eins og það er hugsað upprunalega... 

Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 10:10

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Arinbjörn: Nákvæmlega.

Óskar: Furðulegt. Stjórnsýslan víða virðist afar súrrealísk. Hugsanlega bara viðeigandi að fá súrrealista í stjórnmálin, þeir átta sig þó á hlutunum. 

Hrannar Baldursson, 6.6.2010 kl. 15:51

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Fín færsla hjá þér.  Það var líka merkilegt í gervigóðærinu að stjórnvöld vildu ekki fella niður stimpilgjöld og bankar ekki fella niður uppgreiðslugjöld, þannig að skilyrðin voru ekki hagstæð hinum almenna láglaunalaunþega. Jafnvel þó að svo ólíklega vildi til að lántakinn gæti greitt upp lánið hraðar, var því refsað. Svo komu 100% lánin sem voru bara til þess að hjálpa bönkunum að velta meiru og fá meiri vaxtatekjur.  Öll viðmið snérust um siðgæðisskerta stjórnendur og millistjórnendur bankana sem höluðu inn tugum milljóna í laun og bónusgreiðslur fyrir "frábæra" framistöðu. 

Svanur Sigurbjörnsson, 6.6.2010 kl. 16:49

5 identicon

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er þessi vísitölubinding sem skekkir hvað mest, það má nefnilega ekki rjúfa tengslin á milli vísitölu og launa.

Við eru að horfa uppá misgengið eina ferðina enn, er eðlilegt að td. lánveitendur  hafi allt sitt tryggt en ekki lántakendur og þá fáum við þetta misgengi sem er að drepa fjölda fólks.

Kaldhæðni örlaganna er sú að svokallaðar vinstristjórnir (sem eiga það til að skreyta sig með nafninu  "ríkistjórn fólksins") hafa verkalýðsforustuna með sér í að hlunnfara launþega.

Alfreð Dan (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 21:39

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Við eigum að vera að taka á efnahagslegum viðfagsefnum, en það gerum við með fólki sem enga þekkingu hefur á efnahagsmálum. Þau segja okkur að þau séu að stefna að norrænu velferðarsamfélagi, en nota aðferðir og leiðir sem færir okkur Austur Þýskt velferðar(hrun) samfélag.

Frelsi og mannréttindi eru ekki á dagskrá á Íslandi. 

Takk fyrir upprifjunina. 

Sigurður Þorsteinsson, 6.6.2010 kl. 23:26

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir góðar athugasemdir.

Ég tek undir að stjórnvöld í dag virðast taka sér kommúnisma austur-Evrópu til fyrirmyndar. Auk þess er hvert og eitt landið á norðurlöndum gjörólíkt og í raun ekki hægt að tala um norrænt velferðarsamfélag, nema þá kannski fyrirmyndir séu frá Alaska eða Síberíu.

Vísitölubindingin er glæpur í sjálfu sér, Alfreð, svokölluð ólög sem þjóðin hefur látið yfir sig ganga alltof lengi. Þessa verðtryggingu verður að fella. Það sem hún gerir í dag er þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Þessu verður að linna.

Svanur: þessi hugsunarháttur um frábæra frammistöðu nær nefnilega inn í stjórnmálin með styrkjunum. Kjósendur fá ekki að velja um fulltrúa vegna ágætis þeirra, heldur skiptir mestu máli hversu mikla styrki þeir höfðu til að styrkja ímynd sína fyrir kosningar. Stjórnmálamaðurinn er orðinn að algjöru aukaatriði á Íslandi. Aðal málið er ímyndin.

Mér sýnist ríkisstjórnin á Íslandi hafa mestan huga við kynlíf, en pæla lítið í því að setja sér markmið til að byggja bjartari framtíð, og vinna að því á gagnsæjan hátt. 

Hrannar Baldursson, 7.6.2010 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband