Nei, ég borga ekki!

Um daginn fékk ég rukkun inn á heimabanka minn frá tryggingarfyrirtæki upp á rúmar 130.000 krónur. Ég hef aldrei verið viðskiptavinur þessa fyrirtækis og var það ekki þennan dag sem heimabanki minn sýndi rukkunina.

Hefði ég verið ríkisstjórn, hefði ég sjálfsagt stofnað nefnd sem fengi það verkefni að leysa málið.  Þar sem að ég er ekki ríkisstjórn, sendi ég kurteisislega orðaðan tölvupóst á fyrirtækið þar sem fram kom að ég ætlaði ekki að borga þennan pening, einfaldlega vegna þess að ég hafði aldrei átt viðskipti við þá. Ættingi minn hringdi einnig í fyrirtækið fyrir mig, þar sem ég vildi ekki eyða millilandasímtali í þetta. Fljótt kom í ljós að mannleg mistök höfðu átt sér stað, og hefur rukkunin verið strokuð út úr þessari tilvist og sjálfsagt komið inn í líf einhvers annars.

Hefði ég verið ríkisstjórn, hefði ég verið búinn að eyða gífurlegum fjármunum í nefndarstörf og samningsgerð, og sjálfsagt væri búið að samþykkja að greiða þessar rúmu 130.000 krónur að sjö árum með 5.5% vöxtum. Hefði ég opinberlega neitað að borga, reikna ég með að vera útkallaður sem siðferðileg raggeit án manndóms og heiðurs.

Svona rugl á ekkert að vera flókið. Þegar verið er að rukka þig fyrir eitthvað sem þú skuldar ekki, á að vera nóg að segja: "Nei, ég borga ekki."

Og málið dautt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú átt þá greinilega ekki heima meðal siðaðra manna skv. stöðlum stjórnmálastéttarinnar!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.3.2010 kl. 09:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður  ég geri einmitt svona ef eitthvað gerist óvart, lendi sjaldan í vandræðum.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2010 kl. 11:05

3 Smámynd: Ómar Ingi

hehe

Ómar Ingi, 23.3.2010 kl. 17:02

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað á að duga að segja ég borga ekki. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2010 kl. 19:16

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Synd að heyra að þú viljir ekki standa við skuldbindingar þínar. Þú áttar þig á að þú munt einangrast frá öðrum mönnum, missa allt lánstraust og sennilega hvergi fá vinnu fyrir vikið.  Svona moldarkofahugsunarháttur á ekki við á 21. öld. Sérstaklega ekki hjá manni sem í öðru orðinu telur sig menntaðan og víðsýnan?  Hvað lætlarðu að gera? Lifa á fjallagrösum?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2010 kl. 23:27

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Steinar: Á einhverju verða vondir að lifa.

Jóna Kolbrún: Betra að láta innheimtumennina vita fyrst og blogga svo. :)

Ómar Ingi: Þetta er allt dagsatt.

Ásdís Sig: Tja, höfum við ekki öll lent í vandræðum út af svona máli?

Arinbjörn: Ætti sjálfsagt að finna mér frumskóg og tjalda þar. Lifa svo á fjallagrösum.

Hrannar Baldursson, 24.3.2010 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband