Af hverju í ósköpunum er ég farinn að þýða heimspeki á blogginu?

 

besserwissere

 

Öll vitum við mikið um sumt og höfum tilhneigingu til að telja okkur vita sitthvað um allt. Það getur verið betra að líta á það sem viðhorf til að dýpka þekkinguna.

Oft skrifa ég um mál sem ég tel mig vita lítið um, en skrifa um þau til að læra af þeim. Það sem hefur komið mér á óvart er að furðulega oft reynist skilningur minn góður og vangavelturnar hafa velt upp hliðum sem eru sannar. 

Ekki eitthvað sem ég reikna með fyrirfram.

Annars er ég að rembast við að hætta að skrifa um ICESAVE. Þetta mál finnst mér soga úr mér orku, einfaldlega vegna þess að umræðan virðist að mestu byggð á kappræðum frekar en rökræðum. Í stað þess hef ég gripið til þess ráðs að þýða blaðsíðu úr Lýðveldinu eftir Platón þegar ICESAVE löngunin hellist yfir mig. Það er mín afvötnun.

Ég veit að þessi bók hefur þegar verið þýdd yfir á íslensku og það afar vel og nákvæmlega, en áhugi minn á þessu riti hefur lengi setið í mér, og finnst mér þægilegt að velta velta hlutunum fyrir mér frá einu tungumáli yfir í annað.

 

Þessi grein varð fyrst til sem athugasemd við blogg Sæmundar Bjarnasonar

Mynd af besserwisser: Uredd Stemme

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband