Látum vaða yfir okkur eða stöndum saman eins og STRÁKARNIR OKKAR?

Um sóknarleik Ólafs Ragnars á CNN.

bilde?NewTbl=1&Avis=XZ&Dato=20100129&Kategori=IDROTTIR02&Lopenr=725665363&Ref=PH&Item=7&Maxw=450&Maxh=450&NoBorder=1
 

 

Það er ekki bara í handbolta sem að við verðum að standa okkur vel. Handbolti er fyrst og fremst leikur, og svo skemmtilega vill til að landsliðið er að reynast afar góð fyrirmynd fyrir þegna þjóðarinnar. Þeir gefast ekki fyrirfram upp. Þeir sýna andstæðingnum virðingu. En þeir skjóta á hann og berjast eins og ljón. Það er forseti Íslands að gera. Það væri afar ósanngjarnt af okkur að láta hann einan standa í sókn og vörn. Þjóðin þarf að sýna honum stuðning og að hún sé traust bakland.

Staðreyndin er sú að íslenska ríkisstjórnin hefur misreiknað og mismetið þetta ICESAVE mál og engan veginn áttað sig á hvað er í gangi. Í stað þess að taka sér stöðu með þjóðinni, hefur hún því miður gengið í dómarahlutverkið og dæmt víti á eigið lið.

Ég styð Ólaf Ragnar í þessari baráttu. Hann er okkar rödd í samræðu við umheiminn og tekur þetta með keppnisanda, í stað uppgjafarvælsins sem heyrist frá pólitískum fulltrúum þjóðarinnar. Það má segja að hann komi sterkur inn í íslenska liðið og hefur staðið sig vel sem liðstjórnandi og skytta í einum mikilvægasta leik Íslendinga.

Þetta er ekki eini mikilvægi leikurinn í mótinu. En forsetinn er að gefa tóninn. Við megum alls ekki gefast upp og láta valta yfir okkur þegar við mætum mótlæti, heldur standa í fæturna og berjast fyrir okkar stöðu í þessum heimi. Ef við berjumst ekki fyrir okkar málstað mun enginn gera það.

Það mætti gefa íslensku ríkisstjórninni gula spjaldið og vísa henni af velli í tvær mínútur fyrir gróf brot í vörninni. Okkur vantar að endurskipuleggja liðið, því við erum ekki enn komin með stig í þessari alþjóðlegu keppni um réttlæti vegna fjármálahruns.

 

 

Mynd: Vísir.is


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott hjá þér og Ólafi burt með pakkið RAUTT spjald.

gisli (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 10:25

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 30.1.2010 kl. 11:08

3 Smámynd: Ómar Ingi

Góður Hrannar

Ómar Ingi, 30.1.2010 kl. 11:33

4 identicon

Rétt hjá þér Hrannar, nú er lag að endurskipuleggja liðið og leik-kerfið!

ÓRG er að gera góða hluti núna.  Nú eiga flokkarnir allir að fylkja með forsetanum og þjóðinni! 

Við höfnum því að borga óreiðu-skuldir íslenskra einka-vina-væddra fjár-glæpamanna, sem enn fá að valsa óáreittir um allt valdakerfið og stofnanir ríkisins.

Hvers konar þingmenn vilja ganga erinda fjár-glæpamanna, en gegn forseta og þjóðinni?

Við segjum auðvitað NEI, þingmenn allir hljóta líka að gera það...að lokum.  Eða vilja einhverjir þingmenn beinlínis ganga gegn forsetanum og þjóðinni?

Við segjum öll NEI

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 17:29

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég er sammála þér í þessu, en vil koma  með einn punkt í dæmið, hann talar um að þjóðir heims megi ekki kúga okkur en í næstu setningu nefnir hann að Ísland sé ríkasta þjóð í heimi!! það er óvarlega talað og ekki í takt við hans markmið, þarna mismælir maðurinn sig illilega.

Guðmundur Júlíusson, 30.1.2010 kl. 19:01

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Guðmundur: Grundvallarmálið snýst ekki um peninga, heldur um kúgun, tilraun til þrælkunar, lýðræði og frelsi. Það að verið sé að þvinga íslenska þjóð til að bjarga einkabanka úr klípu, er svo óendanlega ósanngjarnt gagnvart þjóðinni, hagkerfinu og framtíð Íslands, að það getur ekki verið annað en sorglegt. Málið er að það virðist engin leið út úr þessum vanda, og sama hvað gert verður, munu þeir sem vandanum ollu nota tækifærið og sópa til sín enn meiri auð. Það eina sem getur hugsanlega stoppað þá eru fangelsisdómar og upptekt eigna, en slíkt er hægara sagt en gert.

Pétur: Ég hef spurt marga útlendinga þessarar spurningar, um hvers vegna þingmenn séu að ganga gegn forseta og þjóð. Svarið er alltaf það sama: þeir hljóta að fá borgað fyrir það.

Hrannar Baldursson, 30.1.2010 kl. 22:00

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hvers vegna ganga þingmenn VinstriGrænna (kommúnista) og Samfylkingar rauð-sósíalista gegn forseta og þjóðinni og vilja koma þjóðinni í örbirgð og volæði?  Líklega fá þeir ekki greitt fyrir það í peningum Hrannar.  Heldur er þeirra umbun, að þjóð í örbirgð, volæði og örvæntingu lætur betur að stjórn.  Þess vegna vill meirihluti Alþingis sem eru þessir rauð-fasistar, samþykkja Icesave samningana hans Svavars Gestssonar yfirlýsts kómúnista til margra ára og sérstaks erindreka og samningamanns  núverandi ríkisstjórnar sem Steingrímur J. Sigfússon formaður VG og  Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra  mæltu svo eindregið með.

Engin þjóð sem lifir í vellystingum kýs yfir sig kommúnisma eða annan fasisma.  Þjóðir í örbirgð, volæði og örvæntingu eins og við vorum eftir áramótin 2008/2009 kjósa yfir sig slíka hörmung í örvæntingu og blindni um betra líf.  Það gerðum við. 

Vonandi lærum við af þeirri lexíu og gerum það aldrei aftur.

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 31.1.2010 kl. 00:25

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Björn bónid: ég held að þetta sé nokkuð nákvæm greining. En ekki gleyma því hvernig stjórnendur í kommúnisma hafa alltaf grætt fjárhagslega á dæminu.

Hrannar Baldursson, 31.1.2010 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband