Vissirðu að ef þú samþykkir ICESAVE ertu að fremja landráð?

Ég var að horfa á viðtal Egils Helgasonar við Eva Joly og Alain Lipietz í Silfri Egils, þar sem fram koma nákvæmlega þær skoðanir sem ég hef sjálfur komist að með mínum persónulegu rannsóknum og pælingum: að samþykkt ICESAVE samningsins er það sama og að samþykkja ólög sem munu hlekkja framtíðarkynslóðir Íslendinga í þrældóm fyrir Breta og Hollendinga. En rökstuðningurinn kemur nú frá fyrstu hendi af afar áreiðanlegum einstaklingi. 

Það leikur enginn vafi lengur í huga mínum, eftir að hafa hlustað á frásögn Alain Lipietz, sem tók þátt í að semja lög um rekstur einkabanka í Evrópu, og hver beri ábyrgð hrynji bankinn. Ljóst er að einkabankar þurfa að búa til einkavarasjóð, en að alls ekki sé réttlætanlegt að ganga í sjóði heillar þjóðar, nema þjóðarsamþykki liggi fyrir. Hvorki Alþingi né einstakir ráðherrar geta tekið slíka ákvörðun.

Ástæðan fyrir því að reynt var að þrýsta ICESAVE lögunum í gegn án þess skilmála að hægt væri að fara með málið fyrir dómstóla er orðin skýr: þessi samningur var ekki byggður á lagalegum grundvelli, heldur frekju og yfirgangi fyrrum nýlenduherra sem virðist dreyma um fórna frægð, leggja Ísland í rúst og gera Ísland að breskri nýlendu, bundna af samningi sem engin þjóð ætti nokkurn tíma að sætta sig við.

Það hefur tekið mig afar langan tíma að festa skoðun mína við það sem ég trúi að sé satt. Það hefur alltaf verið eitthvað pláss fyrir efasemdir. Það er ennþá pláss, því ég hafna því algjörlega sem fræðimaður að útiloka að ég geti haft rangt fyrir mér, en ég hef gert upp hug minn, og ljóst að það þarf gífurlega sterk rök til að snúa þessari skoðun minni.

Hér eftir mun ég líta á þá íslensku manneskju sem vogar sér að réttlæta ICESAVE samninginn sem landráðamann, þar sem þessi samningur mun ekkert gera en að hefti frelsi allra Íslendinga í margar kynslóðir, og skapa fordæmi sem gefur erlendum öflum tækifæri til að vaða yfir okkur á skítugum skónum. Ég er tilbúinn að gefa þeim tækifæri sem studdu ICESAVE samninginn á þeirri forsendu að þeir vissu ekki betur, en frá deginum í dag, er ekkert sem réttlætir slíkan stuðning, og nokkuð ljóst að ég mun rannsaka rök þeirra sem reyna að halda því fram að eitthvað í veröldinni réttlæti að gera Ísland að þrælanýlendu.

Með því að vísa málinu í þjóðaratkvæði gaf Ólafur Ragnar þjóðinni von um að lenda ekki í þessari prísund. Mér finnst frekar grunnhyggið að fara ekki strax að samningaborðinu og ræða við Breta og Hollendinga áður en þjóðaratkvæðagreiðslan á sér stað, þar sem að nauðsynlegt er að ljúka þessu máli sem fyrst og snúa athyglinni að öðrum málum, og algjör skylda hugsandi Íslendinga að berjast gegn því að Íslendingar verði kúgaðir af stórveldum. 

Davíð Oddsson sagði frá fyrsta degi að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna. Það var hárrétt hjá honum þá og er það ennþá í dag. 

Ég vil taka það fram fyrir þá sem hafa þörf til að flokka einstaklinga eftir stjórnmálaskoðunum, að ég er ekki flokksbundinn neinum flokki og kaus í síðustu kosningum flokk sem er ekki lengur til, þó að þingmenn hans séu enn á þingi, og sumir þeirra að standa sig afar vel, en aðrir ekki.

Agli Helgasyni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hans framlag til íslensku þjóðarinnar. Hann hafði þá skoðun fyrir ákvörðun Ólafs Ragnars að það hefði átt að samþykkja ICESAVE samninginn til að ljúka málinu strax, en ég sé ekki betur en að í dag hafi runnið á hann tvær grímur við að hlusta á Alain Lipietz. Egill hafði rangt fyrir sér, en hann er áreiðanlega nógu mikill maður til að viðurkenna slík mistök og vera þannig öðrum sem voru á sömu skoðun gott fordæmi.

 

Smelltu hér fyrir neðan til að skoða viðtalið, þetta er algjört skylduáhorf:

Eva Joly og Alain Lipietz á gervihnetti frá París


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Góður pistill

Ómar Ingi, 10.1.2010 kl. 15:44

2 identicon

Steingrímur & Jóhanna eru þá  ... Landráðamenn.

LS.

LS (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:56

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar Ingi: Takk.

LS: Ef þau halda áfram að þvinga ICESAVE samningnum í gegn með vitneskju um þessar upplýsingar: já, engin spurning.

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mjög gott framlag.  Sjálfur hef ég kallað þá sem eru fylgjandi kommunum í ríkisstjórninni "Quislinga" en það er norska yfir landráðamenn (Quisling var tekinn af lífi af Norðmönnum fyrir að hafa starfað með Nazistum sem hertóku Noreg í seinni heimstyrjöldinni og hagaði sér gagnvart löndum sínum sem nokkurskonar Svavar Gestsson gagnvart Íslendingum).

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 10.1.2010 kl. 16:07

5 Smámynd: Offari

Ég vona að ekki fari svo að þeir sem trúi þessari Icesave þvælu fái á sig landráðsstimpil.  mig grunar að mjótt verði á muninum.  Þjóðin er klofin, annar helmingurinn vill ganga í Esb en hinn ekki. mig grunar að þessari þjóðaratkvæðagreiðslu verði aftur snúið í Esb eða ekki esb.

Stjórnin hefur fólk líka á sínu valdi. Fólkið sem bíður eftir skjaldborgini veit að hún verður ekki reist fyrr en við höfum samþykkt Esb og hræðist því að höfnun tefji komu skjaldborgarinar.

Offari, 10.1.2010 kl. 16:09

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að leita að þessu viðtali TAKK.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2010 kl. 16:09

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessi slóð virkar ekki....

Óskar Þorkelsson, 10.1.2010 kl. 16:31

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk Óskar: lagfært.

Björn Bóndi: Quislingar er rétta orðið.

Offari: Stjórnin verður að sýna skynsemi og hefja þverpólitíska samvinnu. Orð Ögmundar í Silfrinu sem og Michael Hudson get ég gert að mínum. 

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 16:40

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir lagfæringuna Hrannar.  Ég er fyrir löngu kominn niður á þessa skoðun.. við eigum ekki að borga icesafe.. ég var svo ákveðinn í að borga ekki að ég flúði land til öryggis ;)

Óskar Þorkelsson, 10.1.2010 kl. 17:17

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, Óskar, ég hef líka komist á þessa skoðun á persónulegum grundvelli og stöðugur skotgrafahernaður stjórnmálamanna er hluti af þeirri ástæðu að ég ákvað að flytja úr landi, þar sem að ég hef enga trú á að sá hópur muni hjálpa þjóðinni við þessar aðstæðu. Né getur hann það.

Hins vegar hef ég aldrei verið jafn viss og ég er núna, eftir að hafa margendurskoðað hug minn og margendurskoðað rök úr ýmsum áttum og frá ólíkum sjónarhornum, ég hef skoðað siðferðileg rök, lagaleg rök, hagfræðileg rök, og málið út frá Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, útilokað stjórnmálaskoðanir eða eigin hagsmuni, og komist að niðurstöðu sem allt bendir til að sé rétt. 

Að samþykkja ICESAVE samkomulagið er svipað og að leyfa þrælahald, lofa nasisma, fasisma og fávisku, gera lítið úr rétti kvenna og barna, og þar fram eftir götunum. Sá sem er Íslendingur og samþykkir ICESAVE er að ganga óvini á hönd. 

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 17:33

11 identicon

Ég hef sennilega haft allar skoðanir á þessu andskotans máli sem hægt er að hafa.  þetta er ótrúlega erfitt mál og andstyggilegt.  Ég er sannfærður að eftir synun forsetans (sem ég var mikið á móti) urðu vatnaskil í málinu.  Borðið er að snúast við.  Staðan er að skána.  Evrópa er að vakna og ekki síst almenningur í löndunum í krinum okkur, sem er í nákvæmlega sömu stöðu og við (borga miljarða af miljörðum inn í bankagreirann) finnur til samhugar með okkur.

 Ég held að það sé einsýnt að samstaðan sem svo mikið var talað um, er að skapast.  Þessvegan finnst mér hálf kjánalegt af þér Don Hrannar, að bríksla fólki um landráð, sé það ósammála þér.

 Nóg er nú komið af landráðabríkslum og þessi upphrópun segir mikið meira um þig og gáfur þínar en að þeir sem eru ósammála þér, séu landráðabullur.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 18:32

12 identicon

Hvurslags otrulega faviska er ad bera saman studning vid ICESAVE samninginn og studning vid nasisma

Fridrik Jensen (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 18:45

13 identicon

Þ a ð   e r   g o t t   a ð   b ú a   í   S v í þ j ó ð   T e i t u r . .

LS (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 18:46

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Teitur: Þessi grein segir vonandi meira um mig og gáfur mínar en athugasemdin þín segir um mig og gáfur mínar.

Það er ljóst að með þeim upplýsingum sem við höfum í dag, sem ekki eru sömu upplýsingar og við höfðum í gær, er fyllilega réttlætanlegt að ásaka manneskju um landráð fyrir að vilja samþykkja ICESAVE samninginn, með þeirri vitneskju sem við höfum yfir að búa. 

Upphrópun er heldur ekki það sama og rökstudd sannfæring. 

Fridrik Jensen: Tja, mér finnst tengingin nokkuð ljós, og er þó meðvitaður um að viðurkennd er rökvilla sem kölluð er 'vísun í nasisma', en ástæðan fyrir þessari tengingu er að nasistar gerðu það sem þeir gerðu í góðri trú, héldu að þeir væru að gera góða hluti fyrir eigin þjóð, og tóku hagsmuni stjórnmálaskoðunar (þjóðernishyggju) framfyrir hagsmuni þjóðarinnar, heimila, einstaklinga, alþjóðasamfélagsins. Þeir horfðu í rör. Það sama má segja um þá sem styðja ICESAVE samkomulagið miðað við það sem fram hefur komið. Það er þess konar ótrúleg fáviska sem fær mig til að gera slíkan samanburð. 

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 18:58

15 identicon

Nu ert thu heimspekingurinn og ekki eg, thannig ad thu getur eflaust visad i ymsar hugmyndafraedilegar kenningar sem faera rok fyrir mali thinu. Nu hefur skodun min med ICESAVE thessu mali ekkert vid, enda hef eg ekki kynnt mer thad itarlega og vil ekki mynda mer skodun a thessu mali fyrr en eg tel mig thekkja malid naegilega vel.

Thad sem eg er hins vegar ad gagnryna er thessi skodanakugun sem felst i thvi ad bendla folk sem madur er osammala vid mestu glaepamenni sogunnar. Sjalfstaedismenn gera thetta gjarnan i politik og kalla alla tha sem eru vinstra megin vid tha kommunista tho stjornmalafraedingar myndu seint taka undir thau ord. A sama hatt finnst mer roksemdafaersla thin um ad folk sem er osammala thinni skodun se ekkert olikt nasistum, vera til thess fallin ad kuga folk til ad vera sammala ther.

Med thinni taekni gaeti eg tha sagt ad folk sem sakar annad folk um ad vera ovinir Rikisins eru ekkert skarri heldur en Raudu Khmerarnir.

Fridrik Jensen (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 19:06

16 identicon

Ég er búin að reyna í allan dag að setja mig í spor þeirra sem eru enn á því að við eigum að samþykkja þennan samning.  Ég get ekki séð þeirra sjónarhorn, ég skil ekki hvaða rök þau hafa í málinu.  Eina sem ég mögulega sé er að þeir sem vilja komast í ESB telji að ef við samþykkjum ekki þennan samning sé það út úr sögunni. 

Hafrún (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 19:09

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Friðrik: Þetta er ekki tækni. Að samþykkja ICESAVE samninginn og spyrða viðkomandi við landráðamann, er álíka mikil sannindi í mínum huga og að segja piparsveina vera ógifta og að menn sem drepa að yfirlögðu ráði séu morðingjar. Mér þætti vænt um að heyra önnur rök en þau að sú 'tækni' að nefna þá sem vilja samþykkja ICESAVE samninginn séu landráðamenn; en þetta er alls ekki tækni. Þannig sé ég þetta. yfirveguðum hug.

Þó að þú sért í vafa dettur mér ekki í hug að dæma þig sem landráðamann. Þó að þú kjósir að samþykkja ICESAVE samninginn, þá gerir það þig ekki að landráðamanni nema þú hafir kynnt þér gögnin vel, skiljir að samþykkt ICESAVE samningsins jafnast á við landráð, og samþykkir hann samt.

Hafrún: Jafnvel ESB rökin virka ekki lengur. Mig grunar að í augnablikinu sé það helst ótti sem ræður för, ótti um að tapa völdum ef skipt er um skoðun. Það finnst mér skiljanlegt, en ekki neitt sérstaklega gáfulegt sjónarmið.

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 19:18

18 identicon

Eftir að hafa lesið þessa færslu og að allir séu landráðamenn sem séu ósammála þessari túlkun, þá verð ég að segja að ég missti álit á þér.

Ég hef mínar efasemdir eftir Silfur dagsins í dag en að halda því fram að fjöldinn allur af fólki sé landráðamenn og föðurlandsvikarar sem telur að samningurinn sem stendur sér skárri kostur af tveimur ömurlegum, er ekki bara út í hött heldur er ekki beint til þess fallið að halda uppi gáfulegum urmæðum, hvað þá að fá mann til að hlusta á rök viðkomandi.

Það er svona umræða með tilheyrandi þjóðernishyggju og "vondu útlendinga"-bullinu sem er gersamlega að gera út af við vitræna samstöðu og er eiginlega orðið svo ógeðfellt að maður hugsar með sér að þessi þjóð á sér ekki viðreisnar von ef þetta lið nær yfirhöndinni.

 Og samstöðu með svona nassista-wannabes, nei takk, held ekki.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 19:19

19 identicon

Smá villa þarna: á að vera vitræna umræðu, ekki vitræna samstöðu.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 19:22

20 Smámynd: Hrannar Baldursson

Friðrik: "Nu ert thu heimspekingurinn og ekki eg, thannig ad thu getur eflaust visad i ymsar hugmyndafraedilegar kenningar sem faera rok fyrir mali thinu. Nu hefur skodun min med ICESAVE thessu mali ekkert vid, enda hef eg ekki kynnt mer thad itarlega og vil ekki mynda mer skodun a thessu mali fyrr en eg tel mig thekkja malid naegilega vel."

Ég vil ekki gera mikið úr menntun minni, en ég menntaði mig í heimspeki, bókmenntafræði, ritlist og uppeldisfræði. Það þýðir ekki að ég sé endilega eitthvað betri heimild en annað fólk, aðeins að ég hef lagt á mig vinnu við að bæta eigin hugsunarferli og vanda mig við að taka ákvarðanir. Í gær var ég á svipuðum slóðum og þú, var ekki enn orðinn fullviss um mína stöðu, en hef loks stigið það skref. En eins og ég segi í greininni, heyri ég góð rök gegn mínu máli er ég tilbúinn að hlusta og endurskoða minn hug. Ég loka aldrei á neina möguleika, þó að ég sjálfur sé viss, enda kannast ég við að ekkert okkar er fullkomið, hvorki í hugsun né athöfnum, þó að sumir þykist kannski vera það.

Ég leitast við að virða vandlega allar þær skoðanir sem ég heyri, hvort sem mér finnist þær undarlegar í fyrstu eða ekki, forðast að dæma of fljótt eða halda í einhverjar skoðanir einfaldlega vegna eigin þrjósku, né held ég að nokkur hugmyndafræði geti vísað okkur hinn eina rétta veg gegnum allar ákvarðanir. Við þurfum að móta skoðanir okkar, og þú tekur vissulega gott skref með þínum athugasemdum hérna, og bendir mér viturlega á að ræða málin af meiri auðmýkt. Sem kann að vera gott ráð. 

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 19:26

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góð grein í flestu samhengi og kemur áherslu þinni vel yfir, en mér finnst að það sé óvarlegt að nota slík gífuryrði, jafnvel þótt sannleikskorn gæti falist í því.  Þetta er allavega ekki til þess fallið að virða þá, sem nú eru á báðum áttum.  Argumentum ad Hitlerum hefur heldur ekki þótt merki um sterk málefnarök.

Ég verð annars að segja að ég mun eiga erfitt með að skilja þá, sem leggja á sig ferð á kjörstað til að veita þessu frumvarpi brautargengi. Frumvarp, sem í raun þýðir örbyrgð, skattpíningu og frystingu alls atvinnulífs í einn og hálfan áratug eða meir. Frumvarp, sem þýðir gjaldþrot til langs tíma litið.  Ég vona bara að þeir sem hyggja á slíkt haldi sig heima og blóðgi ekki hendur sínar að óþörfu.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 19:39

22 Smámynd: Hrannar Baldursson

Agnar: Jæja. Ekki vissi ég að þú hefðir eitthvað ákveðið álit á mér... Þú fyrirgefur vonandi, en ég skil ekki alveg það sem þú ert að skrifa. Ég hef komist að þessari niðurstöðu og fannst sjálfsagt að deila henni. 

Hvað er annars landráðamaður í þínum huga?

Hugsanlega skilurðu hugtakið á annan hátt en ég, en hér er mín skilgreining:

Aðgerð þegns sem hjálpar erlendu ríki að ná yfirráðum, stofna til illdeilna, eða skaða alvarlega eigin þjóð.

Ég tel samþykkt ICESAVE samningsins skaða alvarlega íslenska þjóð, og þar að leiðandi þann sem gerir slíkt skil ég sem landráðamann. Þetta er ekki flóknara.

Reyndar gæti fólk haft ólík viðhorf til hugtaksins "landráðamaður", og tengt það við einhvern sem svíkur eigin þjóð með einhverjum augljósum hætti. Nú erum við að nálgast þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrsta skipti á minni ævi, og þá fær hver þegn meira vald en nokkurn tíma áður. 

Ef ég trúi því að viðkomandi fremji landráð, þó að það gæti verið af gáleysi, með því að samþykkja ICESAVE samninginn, er það þá ekki beinlínis skylda mín að tjá þá skoðun, frekar en að þegja yfir henni og auka þannig möguleikann á því að færri verði meðvitaðir um afleiðingar gjörða sinna?

Þú hefur aftur á móti ekkert lækkað í áliti hjá mér, Agnar. Ég veit að þú hefur sterkar skoðanir, enda hef ég lengi fylgst með þeim, og skil vel að ég, sem nánast aldrei segi mína eigin skoðun, nema eftir mjög vandlega skoðun, skuli komast að svo alvarlegri niðurstöðu.

Þér er fullkomlega velkomið að rökræða þetta frekar, ef þú ert í vafa. En ég stend við þessa skoðun, þar til sterk gagnrök koma fram.

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 19:41

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef bretar og hollendingar ætla að sýna þann þvergyrðing að neita milligöngumönnum aðgang að málinu og semja frekar um það, þá er það þeirra mál.  Við skulum þá sjá hvaða aðgerðir þeir hyggjast nota til þess að ná sínu fram. Ég tel nokkuð víst að þeir fái ekki stuðning innan evrópusambandsins nú og ef þeir ætla sér að ógna, þá er víst að þeir komast ekki hjá því að brjóta lög.

Við eirgum að bjóða þeim byrgin á þeim grundvelli og bjóða þeim að eiga næsta leik.  Ég tel að þangað eigum við að beina orkunni okkar en sleppa því að fella sleggjudóma um fólk, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð hér heima. 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 19:45

24 identicon

Það er stórt orð landráðamaður.

Hefurðu eitthvað kynnt þér þennan ágæta mann Alain Lipietz? Lipietz er ekki fræðimaður, ekki embættismaður heldur pólitíkus. Í pólitískri umræðu er oft gott að greina hvaða hvatir búa að baki málflutninginum, ekki síður en málflutninginn sjálfan öfugt við margskonar aðra rökræðu.

Ég verð að viðurkenna að ég skildi ekki allt sem sagt var, en ég heyrði ekki betur en Eva Joly hefði kynnt hann til sögunnar sem bankamálasérfræðing stjórnarandstöðunnar á Evrópuþinginu (e. Shadow...). Hann talaði svolítið um "sitt" dírektív. Varð það einhverntímann að lögum? Hversu mikið af málflutningi hans byggir á hans sín á það hvernig hlutirnir ættu að vera og hversu mikið á því hvernig hlutirnir eru í raun og veru? Mér fannst erfitt að ráða í það.

Við höfum fengið svolítið af fólki í heimsókn sem er í stríði við heimskapítalismann og finnur frjóan jarðveg fyrir málflutning sinn heima. Hugsanlega er hægt að segja Ísland úr lögum við heimskapítalismann, en það verður ekki sársaukalaust. Svo mikið er víst.

Grímur (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 19:46

25 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Steinar: Er orðið landráð gífuryrði?

Ég er sammála þér með Hitlersrökin. Ég hafði þau með að vel íhuguðu máli þar sem mér þykir þau eiga við í þessu tilfelli.

Það er nú einu sinni þannig að í siðfræðilegum rannsóknum skiptir nasisminn afar miklu máli, sérstaklega þegar hugsað er um hugtök eins og "landráð", því að nasistar frömdu landráð með því að svíkja djúp mannleg gildi sem ríkisstjórn þeirra stóð gegn, í fullvissu, á meðan þeir trúðu að þeir væru trúir og dyggir þjóð sinni. Nasistar sviku framtíðarkynslóðir sínar, því þeir hugsuðu ekki út fyrir sinn eigin takmarkaða ramma.

Og að lokum, þá lýsi ég mig sekan yfir að hafa notað sterkt hugtak sem gæti verið svolítið tabú, en sannleikskornið sannfærði mig um að þetta væri rétta hugtakið. 

Þekkirðu betra orð yfir fyrirbærið?

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 19:48

26 Smámynd: Hrannar Baldursson

Grímur: Vissulega rétt að gleypa ekki hugsunarlaust við öllu. Þegar Lipietz minntist á eigin dírektív, skyldi ég hann svo að hann væri að tala um þær reglugerðir og lög sem hann kom að þegar þau voru smíðuð hjá fjármálanefnd Evrópusambandsins, og að í þessum lögum kæmi afar skýrt fram að:

a) Ekki má samkvæmt þessum lögum færa skuldir einkabanka yfir á ríki, heldur þyrfti að vera einkasjóður til staðar sem síðar yrði borgað úr til að borga tjón. Það væri gegn anda laganna að láta þegna þjóðar borga fyrir skaðann af illa reknu fyrirtæki. Þetta þýðir að neyðarlögin voru í raun ekki í samræmi við alþjóðleg lög.

b) Skýrt er í þessum lögum að ábyrgðina ber það ríki þar sem að megnið af starfseminni fer fram. Þar sem að megnið af starfseminni fór fram í Hollandi og Bretlandi, bar fjármálaeftirlit þessara ríkja mesta ábyrgð, en íslenska fjármálaeftirlitið hins vegar með þeirri starfsemi sem fram fór að mestu á Íslandi. 

c) Í þriðja lagi, þá eiga lög Evrópusambandsins fullkomlega við í þessu dæmi þar sem að Bretar og Hollendingar eru meðlimir í Evrópusambandi og lögin sem vísað er í, á við um viðskipti við fjármálastofnun sem er utan Evrópusambandsins, sem á við um Ísland.

Vonandi hef ég skýrt mitt mál betur. Sannfæring mín stendur enn um að hugtakið landráð sé rétt fyrir þetta mál.

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 19:57

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er bara að benda á að Argumentum Ad Hitlerum er svo útjaskað í öllu samhengi að það gjaldfellir röksemdafærslu manna.  Gleymdu svo ekki að söguleg túlkun á Nasismanum er gerð í retrospecti og var ekki svo augljóst á uppgnagstímanum. Þetta spratt úr jarðvegi óðaverðbólgu, fátæktar, kúgunnar og örvæntingar.  Jarvegur, sem sennilega skapast hér ef við samþykkjum gerninginn. Prófaðu að lita á það þannig. Þetta gekk bara úr skaftinu í mikilmennskubrjálæði bældra einstaklinga, sem hlutu óskorðuð völd. Samlíkingin er raunar út í hött, ef þú skoðar það þannig, en sannarlega myndi hrun hér geta undirbúið jarveginn  fyrir slíka vitfirringu síðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 20:16

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Landráð eru skýrð í landráðakafla laganna.  Þar er átt við menn sem bera hag þjóðarinnar fyrir björg í alþjóðasamningum eða vinna skaða heima eða heiman. Má vera að menn eins og Svavar Gestsson hafi dansað á línunni þarna.  Sérstaklega ef rétt reynist að hann hafi viljað leyna utanríkisráðherra upplýsingum. Þessu verður ekki klínt á óttaslegna borgara, sem búið er að hræða upp úr skónum. Það er ekki vænlegt til að skapa stillingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 20:20

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þér hefur allavega tekit að skapa fjöruga umræðu með þessu og þá er kannski tilgangnum náð.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 20:31

30 identicon

Á Íslandi var einmitt svona sjóður en hann var næstum tómur. Íslensk stjórnvöld stóðu sig ekki í stykkinu við að tryggja að fjármálastofnanir sem reknar voru undir okkar eftirliti fylltu á sjóðin í hlutfalli við aukið umfang. Í mínum huga er erfitt að varpa ábyrgðinni á því eitthvað annað.

Ég held að punktur B sé hans sýn að það hvernig þetta ætti að vera frekar en vísun í lögin eins og þau eru. Við höfum sloppið við Edge skuldirnar vegna þess að þær voru í dótturfélagi sem var undir eftirliti FSA (enska) en sitjum uppi með IceSave sem var undir eftirliti FME(íslenska).

Ég held að punktur C sé rangur. Í stað "Evrópusambandsins" ætti að standa "Evrópska efnahagssvæðisins" og Ísland er innan þess.

Það er þetta með neyðarlögin. Þau voru akkúrat það sem nafnið gefur til kynna. Neyðarlög. Ef þau hefðu ekki komið til, þá hefðu bankarnir verið tæmdir og ekkert bankakerfi verið til staðar á Íslandi í tjah... langan tíma. Það tókst að halda draslinu gangandi og það er afrek í mínum huga.

Það er verið að skera úr um það fyrir einhverjum evrópudómstól hvaða atriði neyðarlagana voru réttlætanleg og hvaða atriði voru það ekki. En þjóðir hafa rétt til að grípa til neyðarráðstafana til að verja sig þegar vá stendur fyrir dyrum. Mér skilst að bráðabirgðaniðurstaðan segi allt vera réttlætanlegt, en þó séu áhöld um mismunun eftir starfsvæði banka.

Fellur það undir þína skilgreiningu á landráðum að æsa þjóðina upp í átök sem eru fyrirfram töpuð? Menn hafa verið dæmdir fyrir slíkt út í heimi.

Grímur (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 20:31

31 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Steinar. Ég er sáttur við sáttatóninn í þér. Ætli ég takmarki þá ekki bara þá þingmenn, embættismenn, fræðimenn og forystumenn sem hvetja til samþykktar ICESAVE sem landráðamenn. Auðvitað er rangt að hella sér yfir fólk fyrir að vera ringlað á þeim misvísandi rökum og upplýsingum sem flæða út um allt. Ég mun passa mig enn betur í framtíðinni.

Ég er tilbúinn að skipta út orðinu landráðamenn og nota Quislingar í staðinn. Það þýðir kannski það sama en er ekki jafn augljóst.

Það er líka rökvilla að benda á alla tengingu við nasismann sem rökvillu. 

Málið er að málin eru sjálfsagt ekki augljós fyrir almenningin á Íslandi í dag, frekar en þau voru fyrir almenning á uppgangstímum nasismans. Þarna sé ég frekar hliðstæðu en andstæðu. 

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 20:31

32 Smámynd: Hrannar Baldursson

"Á Íslandi var einmitt svona sjóður en hann var næstum tómur." -Grímur
Þessi sjóður var nefnilega ekki næstum tómur ef hann var ætlaður íslenskum innistæðum. Hins vegar má vera að hann hafi verið nánast tómur gagnvart erlendum innistæðum. En málið er einmitt að innistæðutrygging fyrir starfsemi í Bretlandi átti að vera til staðar í Bretlandi og innistæðutrygging fyrir starfsemi í Hollandi átti að vera til staðar í Hollandi, ekki á Íslandi.

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 20:44

33 Smámynd: Halla Rut

Góður og sannur pistill.

Sammála þér við eigum Agli mikið að þakka og með það í huga þá er ég að reyna að finna eitthvað sem ríkisstjórnin hefur gert okkur í vil á erlendum vettvangi og get með engu móti fundið neitt.  Það er hins vegar mjög auðvelt að finna eitthvað sem þau hafa gert okkur til "travala" og skemmda.

Hvað heitir það á góðri Íslensku þegar ríkisstjórn talar og velur gegn landi sínu og þjóð?

Halla Rut , 10.1.2010 kl. 20:59

34 identicon

Burtséð frá því hvar hann var geymdur þá var það (skv. gildandi lögum) á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að hann innihéldi næga fjármuni til að greiða innistæðueigendum lágmarksupphæð.

Ég er alveg sammála þér að það hefði farið betur á að þetta hefði verið á hinn veginn og því verður væntanlega breytt. En það var bara ekki svoleiðis þegar íslensku bankarnir fóru á hausinn.

Útibú eins og IceSave eru baktryggð af innistæðutryggingasjóði landsins sem móðurbankinn er í en dótturfélög eins og Edge(S&F) eru tryggð af innistæðutryggingasjóðnum sem dótturfélagið er í.

En burtséð frá því, þá er önnur röksemd sem er þínum málstað í hag. Hún er sú að tilskipunin segir berum orðum að ríkjum sé bannað að reka þessa sjóði með ríkisábyrgð. Þá sé verið að skekkja samkeppnisstöðu bankastofnana.

Fyrirkomulagið á láninu frá Hollendingum og Bretum er náttúrulega á þann veg að menn telja það sneiði framhjá því, en það er eins og þú segir, tvímælalaust verið að brjóta gegn anda laganna.

Grímur (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 21:05

35 Smámynd: Hrannar Baldursson

Halla Rut: Mér fannst landráð vægara til orða tekið en föðurlandssvik. Ég kann bara ekkert vægara íslenskt orð. Mig grunar að Quislingar sé ekkert voðalega íslenskt.

Grímur: Takk fyrir þetta. Það sem ég skil ekki er hvernig mögulegt væri að ætlast til að fámennt fjármálaeftirlit á Íslandi eigi að geta haft umsvif með starfsemi á erlendri grund. Ég held svei mér þá að það sé algjörlega ómögulegt.

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 21:13

36 identicon

Heill og sæll Hrannar; sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Agnar Kr.

Svo mikið; hefi ég lesið, eftir Hrannar, gegnum tíðina, að ég hygg, að ég geti fölskvalaust haldið uppi vörnum, fyrir hann.

Hrannar er hvorki; Nazisti eða, svokallaður þjóðrembu maður að upplagi, heldur hrein og beinn ættjarðar vinur - og vel að merkja; án allra FLOKKS/A tengsla, sem kann að vera ljóður, á ráði hans, í augum þeirra, sem enn lesa allt, í gegnum ömurleika flokka gleraugnanna.

Agnar !

Svona; þér að segja - og öllum hinum, eiga flokkarnir 4 (B - D - S og V listar) engan siðferðilegan tilverurétt lengur, eftir það, sem á undan er gengið, í þjóðlífi okkar, eða; ...... sýnist þér svo ?

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 21:17

37 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kærar þakkir, Óskar Helgi, fyrir góða og fallega skrifaða vörn.

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 21:29

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Grímur: Þetta er alrangt hjá þér. Það eru engar skýrar línur með þetta og hættu að éta upp þennan spuna og hrækja honum yfir allt og alla. Ég vil benda þér á ágætis umræðu um þessi mál á síðu Samfylkingarmannsins Vilhjálms Þorsteinssonar.

Honum er mikið í mun að hafa ekki rangt fyrir sér, en hann vogar sér þó ekki slíka fullyrðingagleði, þrátt fyrir trúblinduna. Hverja ert þú að bergmála? Ertu kannski sérfræðingur í málefninu? 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 21:38

39 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lögin um innistæðutryggingasjóðin kveða á um að 1% af innistæðum sé til taks í sjóðum. Það nægir hvergi nærri til að bæta tjón við hrun, hvað þá allsherjarhrun. Yfirvönd máttu raunar ekki skipta sér af þessu samkvæmt EES og engar reglur voru til um stærð banka miðað við þjóðarframleiðslu. Með þetta  gallaða regluverk varð ekki við neitt ráðið.  Bankarnir voru " runawy train".

Fyrirgefðu annars hvað ég er grumpy, en ég er orðinn ansi leiður á þessum sándbætum úr spunaverksmiðju Samfylkingarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 21:51

40 identicon

Ég held að orðið Kvislingur sé í orðabókinni.

Ef þú varst að biðja mig fyrirgefningar Jón, þá er það auðsótt. Ég renndi yfir umræðurnar hjá Villa tölvutrítli (eins og hann hét í mínu ungdæmi) og sé ekkert sem stangast á við það sem ég var að segja. Ég hef þó líklega blandað einhversstaðar saman siðferðilegri ábyrgð og lagalegri skyldu í því sem ég skrifaði. En látum það liggja á milli hluta.

Ég kaus VG síðast og er kannske illa til þess fallinn að setja mig inn í þankagang Samfylkingarmanna. Tala fyrir sjálfan mig þegar ég viðurkenni að ég sé logandi hræddur við Stórkapítalið og tangarhald þess á stofnunum samfélagsins. Því afli sem það býr yfir til að móbílisera þjóðir til illvirkja. Ég kem líklega til með að kjósa með frumvarpinu vegna þess að ég veit að íslenska þjóðin hefur ekki siðferðisþrek til að standa í margra ára baráttu við peningaleysi, versnandi lífskjör og allt harðræðið sem því fylgir að dingla ekki með. Ef við efnum til átaka við Stórkapítalið, þá versna lífskjör gífurlega og þess ekki langt að bíða að poppúlistaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn komist hér til valda. Þá getum við smælingjarnir virkilega farið að barma okkur.

Ég held að íslensku þjóðinni láti betur að vera "feitur þjón" en "barinn þræll" svo ég taki þátt í að nauðga klisjunni. Vissulega ekki stórmannleg niðurstaða, en...

Ég veit að menn liggja gjarna yfir transkripti af Svínaflóainnrásinni til að setja sig inní það sem kallað er "Group Think". Group Think felst m.a. blindu á röksemdir gegn eigin málstað og gagnrýnisleysi á þær sem styðja hann. Báðar fylkingar í þessu IceSave máli gera sig sekar um Group Think, en ég er hræddari við Nei mennina vegna þess að málflutningur þeirra byggir á að það verði bara "business as usual" eftir neitun. Það er óskhyggja á háu stigi.

Þegar vefurinn AMX er farinn að taka upp orð umhverfisaktívista og maóista eins og Lipietz til að rökstyðja línuna, þá renna á mann tvær grímur. Hvað er í gangi? Hvað er verið að etja okkur útí? Hverjir eru að etja okkur á foraðið? Af hverju þetta lið?

Transkriptið frá Svínaflóainnrásinni endar á því að Kennedy segir: "How could we have been so stupid!?"

Grímur (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:40

41 identicon

Er höfundur með kennsluréttindi?

Þórunn (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 00:09

42 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Grímur: Skiljanlega ertu vonsvikin með VG. Þeir sviku jú allt, sem þeir hofðu sem forsendur fyrir kjöri.

Ég vil samt benda þér á eina rakalausa hugsanavillu, sem líklega stafar af hræðsluáróðri þessara dyggu bandamanna þinna:

Steingrímur segir að það sé ekki hægt að byrja uppbyggingarstarf fyrr en við samþykkjum klafann með húð og hári þrátt fyrir að okkur beri engin skylda til. Í besta falli er það afar óljóst enn.  Hann vill semsagt meina að með því að leggja allt í rúst hér, þá skapist fyrst grundvöllur fyrir uppbyggingu. Hljómar rökrétt.  

Ef við föllumst á þetta í núverandi kúgunarformi, þá mun ekkert breytast í framferði og siðareglum banksteranna.  Það verður jú staðfest sem fordæmi að hægt verði að senda reikninginn á alþýðu manna hér eftir. Þú munt stuðla að því með að segja já.  

Jóhanna segir að ekki verði hægt að afle´tta gjaldeyrishöftum fyrr en við tökum á okkur þetta 750 milljarða svarthol, sem mun soga til sín allan gjaldeyri næstu 20 ár.  Það er því rökrétt að ekki þarf höft á það sem ekki verður til. Ekki þarf heldur að hafa áhyggjur af því hvort vextir verða hír eða lagir, þegar engin viðskipti eiga sér stað og eignir flestar komnar í ríkiseigu.

Ertu að fylgja mér?

Þetta fólk hefur málað skrattann á vegginn og snúið faðirvorinu upp á fjandann með því að segja að hér fari allt í kalda kol ef við greiðum ekki, þegar dæmið er raunar alveg á hinn veginn. Þau hafa einnig haldið því fram að hér leysist allt ef við samþykkjum.  Ég get sagt þér það að það mun engin áhrif hafa og allra síst næstu ár.

Hér erum við heldur ekki að neita að borga eða semja, þótt við höfnum þessu glæpsamlega frumvarpi. Við erum einvörðungu að krefjast þess að um verði samið eftir reglum og lögum en ekki undir ótunum og kúgunum, sem með hverjum degi sannast að eru algerlega ógrundaðar.

Við þurfum engin lán né að borga af lánum fyrr en eftir tvö ár, svo allt annað er bull úr þessum ranni. Þetta snýst í raun ekkert um lánalínur, sem NB, hafa ekki lokast þrátt fyrir hótanir, heldur snýst þetta um Evrópusambandsumsóknina meira en nokkuð annað. Í því felst glæpurinn.  

Evrópusambandsumsóknin á þessum tímapunkti er stórkostlegasta stjórnmálaklúður í sögu landins.  Umsóknina tti að afturkalla til betri tíma. Þá yrði hér samstaða.

Þú þarft ekkert að óttast það að Sjálfstði og Framsókn komist hér að völdum ef stjórnin fellur. Þá yrði huslað upp bráðabirgðastjórn og svo utanþingsstjórn. Síðan yrði boðað til kosninga og ég held að enginn sé svo vitlaus að veita hrunflokkunum brautagengi aftur.

Það er þegar stjórnarkreppa hér og hefur verið lengi. Stjórnin er klofin þvers og kruss í mörgum málum og raunar kraftaverk að hún sitji enn.

Ég hef mælst til þess að Framsókn og Sjálfstðisflokkur unni stjórninni griða ef hún vitkast og snýst á sveif með þjóðinni. Það tryggði ´satt og samvinnu. Ótti þeirra við að missa sætin er einn helsti flöskuhálsinn í dag og það mótast ekki síst af ESB umsókninni.  

Ef þetta gerist ekki, þá fer þetta í skotgrafirnar aftur, frumvarpið verður fellt, stjórnin fellur og samstaðan verður lítil til að taka á þessu eins og menn.

Það þrýstir enginn á okkur að borga. Ekki einu sinni AGS. Það er eingöngu þrýstingur um að ganga frá málinu og koma því frá. Það verður ekki gert með að fremja harakírí.

Ef þú trúir foringja þinum enn, þá ert þú ekkert annað en barinn þræll.  

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 00:48

43 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Hrannar,

ég hef ekki lesið kommentin. Ég tel mjög mikilvægt að við vöndum málfar okkar í hvívetna. Núna mun fara fram hörð kosningabarátta og öllum meðulum beitt. Að misbjóða samborgarnum með of sterkum orðum mun vinna gegn málstað okkar sem viljum fella Icesave.

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.1.2010 kl. 01:05

44 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir frábæran pistil Hrannar!

það er bara meira og meira gaman að koma inn á síðurnar núna. Fyrir löngu síðan var lokað ámig bloggum ef ég notaði orðið "landráð". Nú er landráð orðið í fyrirsögnum um allt.

Steingrímur segir við þessu sem þú ert að skrifa um og orðum þeirra í viðtalinu að "þetta breytir litlu". Steingrímur er ekki vitlausari enn það, að hann veit betur.

Það er hægt að afsaka menn sem eru veikir, sjúkir í höfðinu, heimskir eða andlega fatlaðir, að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera. Steingrímur er ekkert af þessu. Steingrímur virðist ekki vera neitt, yfirleitt.

Vonandi er hægt að stoppa hann áður enn hann nær að eyðileggja meira. Hann er eins og friðaður terroristi...

Alla vega er hann búin að jarða sjálfan sig og allan flokkinn sinn. Blessuð sé minning hans... 

Óskar Arnórsson, 11.1.2010 kl. 06:20

45 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gunnar Skúli: Þetta hefur verið rætt í "kommentunum" og satt best að segja tel ég mitt eigið orðalag alls ekki vera of sterkt, þvert á móti.

Jón Steinar: Kvitta undir hjá þér.

Þórunn: Já

Grímur: Þú talar um hið afar áhugaverða fyrirbæri Group Think, en það hefur stundum verið þýtt sem hjarðhugsun á íslensku, en það sem helst einkennir slíkan hugsunarhátt, eða skort á hugsunarhætti, er að meðlimir sjá sig tilneydda til að fylgja leiðtoga með því að vera annað hvort með því sem hann/hún segir eða á móti. Það er rétt að sjálfsagt eru einstaklingar innan beggja fylkinga sekar um slíkan hugsunarhátt, sem við líka köllum pólitískan skotgrafarhernað.

Þegar þú segist vera hræddari við "Nei" mennina, þá ertu að fylgja lögmálum hugsunarháttarins sem þú ert að gagnrýna. 

Það er nefnilega jafn slæmt að vera of sjálfhverfur og að vera of hóphverfur í gagnrýnni hugsun um mikilvæg málefni. ICESAVE málið er ekki kappleikur, en Íslendingar þurfa samt að sýna keppnisanda og berjast fyrir sínum málstað, í stað þess að vera bara kurteisir og láta valta yfir sig. Það er engum gerður greiður með slíkri hegðun, þó að kurteisi sé yfirleitt afar viðeigandi, en ekki má rugla saman kurteisi og undirgefni eða því sem má kalla þrælslund.

Jón Ragnar aftur: Það var einmitt umræða sem ég vildi koma í gang, og ef viðkvæmni fyrir einu orði er það sem til það, þá tel ég málstaðinn mikilvægari en orðalagi og afar mikilvægt að fólk myndi sér sjálfstæða skoðun um málið. Sé fólk með eða á móti eftir flokkslínum, mun það aldrei hlusta á nein rök. Hins vegar vona ég að þingmenn hugsi sinn gang og fari að leiða umræðuna til betri vegar.

Óskar: Ég sá ekki betur í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins en að hann væri afar hugsi yfir þessu máli, og ekki jafn ákveðinn og áður í sinni stöðu, sem er gott. Vonandi þýðir það að hann, ásamt öðrum flokksfélögum hans og Samfylkingar, endurskoði málið og átti sig betur á því sem er í húfi. 

Það má segja að þetta sé hugarstríð á milli skammtímasjónarmiða og langtímasjónarmiða. Ef samningur er samþykktur, er það gott til skamms tíma, en afar slæmt til lengri tíma. Ef samningi er hafnað, eru engin merki um annað en að samningar verði teknir upp að nýju eða sátta leitað með aðstoð erlendra sáttasemjara. 

Málið er að í íslenskri pólitík virðist vera afar vandasamt að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér. Það virðist talið veikleikamerki, á meðan sannleikurinn er sá að það er styrkleikamerki. Það þarf enginn að tapa andlitinu, enda er staðan gjörbreytt eftir vísun forseta í þjóðaratkvæði, og nauðsynlegt að vinna málið út frá nýjum forsendum.

Ég tek undir með Ögmundi Jónassyni, að það má vel hefja sáttarstarf og samningaumleitanir, þá að undirbúningur undir þjóðaratkvæðagreiðslu sé í fullum gangi. 

Ég vil sitjandi ríkisstjórn allt hið besta, og sérstaklega það að hún velti rökum málsins alvarlega fyrir sér. Í raun tel ég þjóðstjórn vera einu hæfu lausnina fyrir stjórn landsins í dag, á meðan neyðarástand ríkir, en sé ekki fram á að það verði að veruleika á meðan þeir sem fara með umboð valdsins halda dauðahaldi í sín sæti, sama hvað á dynur, og skiljanlega.

Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 06:35

46 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það væri óskandi að Steingrímur sæi að sér. Það myndi gjörbreyta stöðu hans og flokksins alls. Þó menn séu í pólitík er það alveg útilokað að þræta fyrir ískaldar staðreyndir sem æsa bara reiði upp í fólki.

það má ekki vaða um allt pólitíska gólfið og reyna að sannfæra fólk um að jörðinn sé flöt, eins og ástandið á honum er núna.

Hann yrði svo sannarlega meiri maður eftirá ef hann gerði það. Hann lítue alltaf hugsi út, þreyttur eða þegar hann hreytir ónotum í kring um sig. Ég hef engan skilning á Ríkisstjórn sem er fallinn, með því að Icesave fellur, sem ég geri bara ráð fyrir.

Ef Steingrímur vill landi sínu það besta, byrjar hann að haga sér eins og maður, eða víkja strax. Það er nóg af málum sem þarf að taka á, enn hann getur ekki unnið nema eitt verk í einu, að því sem virðist vera.

Óskar Arnórsson, 11.1.2010 kl. 06:48

47 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar: Ég fór í sturtu núna áðan og varð hugsað aftur til mars 2008. Þá var algjör afneitun í gangi meðal Samfylkingarmanna og Sjálfstæðismanna að eitthvað alvarlegt væri að, með hinu ágæta fólki Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde í broddi fylkingar. Þá skrifaði ég um grun minn að verið væri að stela úr bönkunum innanfrá. Þeir sem voru við stjórn byrjuðu að hlusta þegar bankarnir hrundu, þar sem langt sumarfrí þings sumarið 2008 var sama og afneitun á þeirri alvarlegu stöðu sem var uppi.

Nú er ég að upplifa einhvers konar Deja Vu, að Steingrímur og Jóhanna séu komin í sömu hjólför og þau Geir og Ingibjörg. Ég óska þess einfaldlega að Steingrímur og Jóhanna séu nógu sterkir karakterar til að vinna sig og fylkingar sínar upp úr þessum hjólförum. 

Ég þykist ekki vita hverjar afleiðingarnar verða, en ég þykist þekkja muninn á réttu og röngu, og sé skýrt og greinilega að samþykkt á ICESAVE samningnum er rangt, kannski ekki fyrir þá sem vilja fresta vandanum tímabundið, heldur fyrir framtíðarkynslóðir Íslendinga, þeirra sem erfa munu landið. Ég vil einfaldlega að þetta ókunnuga fólk í framtíðinni muni hafa eitthvað til að erfa.

Önnur sterk rök gegn því að fresta vandanum um sjö ár, er að eftir þessi sjö ár verður ábyrgð þeirra sem taka þessi grafalvarlegu akvörðun fyrnd.

Þetta virðist snúast um kerfisklæki frekar en heildstæða sýn og ósk um velferð fyrir framtíð okkar. Og þá á ég við framtíð okkar sem þjóð, ekki sem einstaklinga. Þetta snýst um siðferðilega ábyrgð og að við hugsum um börnin sem erfa munu landið, ekki bara botnlausa botninn á sjálfum okkur.

Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 07:07

48 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég man eftir skrifum þínum Hrannar um þessi mál, þó ég muni ekki alveg pistlanna. Við skulum bara vona að Steingrímur og Jóhanna verði fyrir einhverju kraftaverki, þó ég trúi ekki á þau persónulega.

það er margt líkt með þeim ja, skilur maður þegar þú segir það. Ég hef aldrei trúað því að Ísland skuldaði þetta. Það hefur alltaf eitthvað sagt mér að það hreinlega geti ekki staðist.

Núna er það staðfest. Allavega nógu rækilega til að málið verður að fara fyrir dóm. Svo þarf að huga að öðrum málum tengdu Icesave sem geta breytt málinu enn meira Íslandi í hag.

Svo vantar nýja Ríkisstjórn Hrannar. Fólk er að missa húsnæðið sitt í hundraðatali og það hreifir sig nánast nokkur maður því til bjargar. Það hefði þótt risamál á Íslandi ef þetta Icesave varpar ekki skugga á allt sem líka skiptir máli.

600 - 800 manns, miðað við hjón með 2 börn, fara undir hamarinn bara þennan mánuð t.d. Þá fer þingið í frí...

Óskar Arnórsson, 11.1.2010 kl. 07:37

50 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég sé að ég hef kommenterað þetta á nokkrum stöðum Hrannar. Andskoti hefurðu verið sannspár! Og engin spá, heldur útreiknaðir möguleikar sem voru vangaveltur á þeim tíma, og nú er komið í ljós að allt stenst eins og stafur í bók hjá þér! Rosalegt!

Svolítið óhugnanlegt þetta! Ég man eftir því að ég kommenteraði einhverntíma að það myndi vanta 10.500 milljarða í íslenskt efnahagslíf vegna gjaleyrisbrasks á sama tíma hjá ónefndum hópi manna.

Ein greiningardeild í banka hefur gefið út nú, sem innanhússfróðleik, að bankarnir skuldi með Seðlabankanum, 10.200 milljarða til útlanda.....þá er Icesave ekki reiknað með....með sína 40 milljarða vexti á ári..

Steingrímur bjó til "eignir" í nýju bönkunum með að gefa út Ríkisskuldabréf og bókfæra það svo hægt væri að reka bankanna. Og skilanefndir geta að sjálfsögðu ekki gert upp bankanna meðan fejkbréfin eru ógreidd af Ríkissjóði og það er leyndarmál hvenær þeir eru á gjalddaga.

Það er eins og hann sé með útrásarvíkinga í vinnu hjá sér... 

Óskar Arnórsson, 11.1.2010 kl. 15:40

51 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Kvislingar er ágætt orð yfir þetta fólk, ástæða þess er sú að kvislingar unnu með noregi og fyrir noreg á sínum forsendum og trúðu á sigur nasista í stríðinu.. ekkert verri eða betri en hver annar nojari þannig lagað heldur veðjuðu þeir á rangan hest í kapphlaupinu og töpuðu.. nokkuð sem mér sýnist VG og Samfó vera að gera í dag... þau vilja vel en enda illa.

Óskar Þorkelsson, 11.1.2010 kl. 15:51

52 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar A.: Takk. Já, ég hef því miður reynst sannspár um ansi margt. Ríkisstjórnin er með fullt af fyrrverandi ráðgjöfum úr bönkum í vinnu hjá sér. Spurning hvort það hafi eitthvað með þetta allt að gera. Þetta getur verið ansi sannfærandi fólk.

Óskar Þ.: Ég ræddi þetta við norskan vinnufélaga minn í dag, og hann tjáði mér að 'kvislingur' væri miklu alvarlegri ásökun en 'landráðamaður', þar sem að kvislingar sviku þjóð sína viljandi, en landráðamenn gera það oft í óviti eða af heigulshætti.

Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 17:51

53 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mig grunar að svikinn sé miklu stærri enn fólk getur ímyndað sér...Miklu miklu stærri...og að þegja eigi yfir því mesta.

Óskar Arnórsson, 11.1.2010 kl. 18:59

54 identicon

Hræðsluáróðurinn er ótrúlegur á báððum hliðum :S

CrazyGuy (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:34

55 Smámynd: Hrannar Baldursson

CrazyGuy: Þetta er ekki áróður. Ég hef engra hagsmuna að gæta, er umhugað um framtíð Íslendinga sem er mitt megin viðmið. Ég hef rætt framkomu ríkisstjórnarinnar við ýmsa einstaklinga frá ólíkum þjóðlöndum, og þetta fólk notar umsvifalaust að fyrra bragði orðið "treason" og er afar undrandi yfir því að íslenska ríkisstjórnin starfi gegn hagsmunum þjóðarinnar á þann hátt sem hún gerir.

Óskar: Það er hætt við því. Meðal spurninganna sem ég hef fengið frá því fólki sem ég umgengst, er hversu mikið ætli þessir stjórmálamenn fái greitt fyrir að taka málstað Breta og Hollendinga... Mér hafði ekki dottið í hug að mútur og spilling gætu verið að þvælast fyrir í þessu máli, þar sem ég hélt þetta væri fyrst og fremst vanþekking og vanhæfni, en tel að þyrfti að kanna hvort verið sé að svíkja þjóðina af gáleysi eða meðvitað.

Ég hafna því algjörlega að þessi skrif mín flokkist undir hræðsluáróður. Það eru nákvæmlega engar annarlegar hvatir á bakvið þetta né ásælni í gróða; ég hef engin falin markmið og hef allt uppi á borði.

Hrannar Baldursson, 12.1.2010 kl. 14:10

56 identicon

Það er alltaf góð regla að fara í frumheimildirnar.

Alain Lipietz tiltók tvisvar að hann væri að tala um banka með höfuðstöðvar utan ESB/EES og ef þú skoðar það sem hann segir um ábyrgð gistiríkis í báðum tilskipununum (1994 og svo 2002) þá passar það og báðar tilskipanir eru afar skýrar um þetta.

En þær eru því miður báðar jafn skýrar um það að ábyrgðin er akkúrat á hinn veginn þegar höfuðstöðvarnar eru í ríki sem er aðili að ESB/EES. Þá er bæði eftirlitsskyldan og ábyrgðin á innstæðutryggingakerfinu hjá heimaríkinu, ekki gistiríkinu.

Alain Lipietz sneri því dæminu akkúrat við út frá þeirri forsendu sinni að Ísland væri ekki “aðildarríki” eða “Bandalagsríki” í skilningi þessara tveggja tilskipana.

Þessu hefur hann ekki svarað enda yrði hann að útskýra hvernig hann gæti dregið þær ályktanir sem hann gerði svo greinilega út frá þeirri forsendu að Ísland er aðildarríki í þessum skilningi.

Það er því miður einnig rangt hjá Alain Lipietz að það komi nokkurs staðar skýrt fram í tilskipuninni frá 94 að innstæðutryggingakerfi skuli vera einkavarasjóður. Slíkt er hans ályktun. Ef sú væri raunin má líka spyrja sig hvernig á því stendur að stjórnvöld bæði hér á landi og víða í Evrópu tilkynntu einhliða og fyrirvaralaust um stórhækkun á tryggingarupphæðum án þess að nokkur spyrði um eignir í þessum "einkavarasjóðum"?

Arnar (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 16:12

57 Smámynd: Óskar Arnórsson

þetta er engin hræðsluáróður Hrannar. Íslendingar eru ekki vanir stórglæpamönnum sem koma frá elítunni. Það hefur verið talað um það, og mest gert að gamni. Menn eru skíthræddir að tala um þetta. þVí miður.

Ég er ansi hræddur um að ef þorað verður að fara alla leið í þessari rannsókn, þá komi í ljós margir "Maddoffar" og fullt af toppmönnum sem stunda landráð án þess að vita almennilega um það sjálfir. Svo uppteknir eru þeir af peningum...

Stjórnmál á Íslandi hafa alltaf stjórnast af peningum og einkahagsmunum. Enn það er alls ekki þar með sagt að það sé viður kennt enn. það mun sannast einn góðan veðurdag. Eða kanski.

Við skulum bara vona að það sé ekki of seint fyrir þetta microland...

Óskar Arnórsson, 12.1.2010 kl. 17:44

58 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er ekki rétt að skilgreina þessi skrif Hrannars hér sem hræðsluáróður.  Þau falla undir það sem kallað er hatursáróður.

Matthías Ásgeirsson, 12.1.2010 kl. 21:40

59 Smámynd: Auðun Gíslason

 

skarfur

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar  dynja á núverandi ríkisstjórn.  Svona hófst í raun þessi samningaruna.  Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls!  Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð.  Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda

Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:15

60 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hárrétt hjá þér.

Ég leyfi mér að efast um umboð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til að taka þessa ákvörðun, án samþykkis Alþingis - og eins og staðan er í dag, án samþykkis íslensku þjóðarinnar.

Mér er nákvæmlega sama úr hvaða flokki þeir eru sem hafa unnið þjóðinni ógagn með loforðum um tryggingum á innistæðum einkabankanna, sem mismunaði þjóðfélagsþegnum þar sem þeir sem höfðu sparað með peningum, héldu þeim á meðan þeir sem höfðu sparað með að fjárfesta í fyrirtæki eða húsnæði töpuðu gífurlega. 

Rangt er rangt, saman hvaðan það kemur, og því miður er ríkisstjórn Íslands í dag að reynast engu skárri en ríkisstjórn Geir H. Haarde. 

Enda eru ríkisstjórnir ekki þess umkomnar að takast á við neyðarástand sem þetta. Þeirra hlutverk er allt annað og snýr að regluverki og því að risastórt gangvirki kerfisins snúist hægt og stöðugt áfram. Málið er að hlutverk ríkisstjórnarinnar er ekki viðeigandi við þessar aðstæður, og þetta hefur verið satt frá því að neyðin skall á. 

Það þurfti að setja neyðarstjórn 6. október 2008, og það þarf enn þann dag í dag, þar sem það hefur ekki enn verið gert, 15 mánuðum síðar, og ríkisstjórnin stopp í sömu hjólförum og alltaf. Það er ekki þeim að kenna. 

Þannig er bara ríkið.

Hrannar Baldursson, 12.1.2010 kl. 22:24

61 Smámynd: Hrannar Baldursson

Matthías: hvurslags trúarofstæki stendur þú aftur fyrir?

Hrannar Baldursson, 12.1.2010 kl. 22:25

62 Smámynd: Hrannar Baldursson

Arnar: við erum enn utan ESB, þó að við séum innan EES.

Hrannar Baldursson, 12.1.2010 kl. 22:27

63 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar: Takk. Eru einhver merki á lofti um að íslensk stjórnmál stjórnist ekki af peningum og einkahagsmunum í dag?

Gæti málið verið svo einfalt að þeir sem eru í stjórn vilji bara halda vinnunni eins lengi og hægt er, og vita að hægt verður að borga nokkuð góð laun fyrir að sitja í stólum og kvabba í 7 ár, ef ICESAVE verður samþykkt.

Skiptir Ísland svo engu máli eftir 7 ár, þegar öll mál verða fyrnd?

Hrannar Baldursson, 12.1.2010 kl. 22:57

64 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías: hvurslags trúarofstæki stendur þú aftur fyrir?
Á þetta að heita svar?  Aumt er það.

Matthías Ásgeirsson, 13.1.2010 kl. 00:00

65 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert flóknara enn það Hannar. þetta er svo einfalt að það tekur engu tali. Menn brjóta af sér af því að þeir vissu ekki betur. Þetta er eins og lélegt leikrit sem ekki er hægt að taka alvarleg á neinn hátt.

Rannsókninni verður stýrt þannig að þeir sem eiga að fá fyrningu, fá hana og síðan verður einhverjum sem engu máli skiptir, hent í grjótið til málamynda.

Sjáðu til Hrannar. Eins og smygl er uppsett á fraktskipum og öllum fiskibátum og skipum sem sigla til útlanda. Einn í áhöfninnisegist eiga allt, 10 tonn af brennivíni og bjór, ískápa, tölvur og sjónvörp...hvað sem er.

Raunveruleikinn er að skipstjórinn á alltaf mest. Svo kemur stýrimaðurinn, vélstjórinn og síðast hásetarnir.

Allir vita þetta. samt er bara dæmt í málinu, einhver sem er hvort eð er ekkert að gera, fer í steinin, lifir fínu lífi og það er engin veltingur og læti í grjótinnu.

Og "réttlætinnu er fullnægt". Með þessari aðferð hafa sakamál verið afgreidd á færibandi á Íslandi. Það er bara bannað að tala um þetta því þá lendir maður í vandræðum sjálfur...einhvernvegin... 

Óskar Arnórsson, 13.1.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband