Færsluflokkur: Matur og drykkur

Hvernig bragðast Mexíkó?

Í dag fór ég út að borða á veitingastaðinn Santa María á Laugarvegi 22a. Þar sem ég bjó í Mexíkó í sjö ár þekki ég nokkuð vel til mexíkóskrar matargerðar og finn þegar bragðið er ekta.

Þetta upplifði ég í dag.

Það var ekki aðeins maturinn sem unninn er úr góðu mexíkósku hráefni, heldur einnig vinaleg og hlý þjónusta frá starfsfólki staðarins. Ég var ánægður með hvernig maturinn lék við bragðlauka mína og hvernig chili var notað á áhrifaríkan hátt til að krydda matinn.

Ég fékk mér rétt með mole-sósu, en það er súkkulaðisósa blönduð í chili krydd - algjört gómsæti. Undir sósunni eru svo kjúklingaræmur vafnar inn í tortillur. Að fá þetta með einum Corona Extra var ljúft.

Mér leið satt best að segja eins og ég væri inni á veitingastað í Mexíkó, og gleymdi um stund að ég væri á Laugarveginum, enda ómaði um staðinn góð latnesk tónlist með söngvurum eins og Luis Miguel og Shakira. Allir í mínu föruneyti voru jafn ánægðir.

Ég mæli með þessum veitingastað.

Ég tengist rekstri þessa veitingastaðar á engan hátt, þekki hvorki eigendur né starfsfólk, en vona að hann slái í gegn, því mig langar til að heimsækja hann sem oftast. 

México En La Piel (Mexíkó í skinninu):


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband