Meira en bara hugsun: áhrif heimspekinnar á hversdagslífið

Ég á það til að gleyma mér í daglegu tali og velta fyrir mér af hverju fólk heldur fram einhverju sem það heldur fram, og frekar en að halda aftur af mér, fer ég út í það að spyrja nánar út í hlutina, af hverju það heldur það sem það heldur, og ég reyni að skilja hvað verið er að meina.

Oft gerist það að einhver vinur ypptir öxlum og segir að ég sé bara svona heimspekingur, og þá brosir fólk góðlátlega að mér eins og það sé einhvers konar galli sem hægt væri að vinna á, og tekur þessum spurningum ekkert endilega alvarlega.

Svo hefur það gerst að þegar ég spyr slíkra spurninga að mér er tjáð að heimspekin sé vita gagnslaus. Og mér finnst áhugavert að heyra af hverju viðkomandi finnst það, en þá fæ ég vitaskuld ekki að heyra mikið af rökum.

Hins vegar get ég fullyrt að heimspekin hefur ekki verið gagnslaus fyrir mig. Hún hefur hjálpað mér að sjá heiminn út frá allt öðrum forsendum en áður en ég kynntist henni, og hún hefur bætt dýpt í líf mitt, þó að ég geti ekki sagt að hún hafi breytt hvernig manneskja ég er, ekki frekar en ferðalanginum þegar hann kemur heim eftir langt ferðalag, þá er hann ennþá sama manneskjan, en kannski með aðeins meiri reynslu á bakinu.

Þannig sé ég heimspekina, sem ferðalag aftur í tímann og inn í hug fjölda manns, sem geta hugsað um nánast hvert einasta viðfangsefni á spennandi máta. Ég hef áhuga á skák af svipuðum ástæðum, þar er hægt að sjá hugmyndir spretta fram hjá miklum skákmeisturum sem hafa áhrif á hvernig skákir eru tefldar og hvernig þeim er lokið. Heimspeki er frekar lík skák, fyrir utan að hún er meira samvinna og víðtækari, en skákin er meiri samkeppni og nákvæmari. Heimspekin á aðeins betur við mig en skák, þó að mér finnist skákin oft skemmtileg.

En til er fullt af fólki sem finnst skák og heimspeki vita gagnslaus fyrirbæri, rétt eins og mér finnst öll þau lyf sem ég þarf ekki að taka sem til eru í apótekinu vita gagnslaus, kannski þar til ég þarf sjálfur á þeim að halda. 

Heimspekin er verkfæri sem ekki allir kunna að nota, og þeir sem kunna eitthvað á það eru sífellt að læra eitthvað nýtt, um hvernig hægt er að beita henni, um hugmyndir sem spretta fram, um hvernig við getum unnið með þær, um hvernig við getum notað hana nánast sem hreinlætisvöru sem hreinsar burt ranghugmyndir og fordóma, en sem síðan, eins og ryk, sækja aftur á hugann. Þannig að heimspekin verður sífellt að vera virk til að hjálpa okkur að hugsa betur.

Mér þykir vænt um að hugsa vel og sífellt betur, sé mikið gildi í því. Og ég veit að það er ferðalag sem ekki er lokið, og að þetta ferðalag er ævilangt. 

Eftir að hafa lært heimspeki í mörg ár, sífellt kynnst nýjum hugmyndum og unnið með þær, þá finn ég hvernig hún styrkir mig alhliða sem manneskju, einhvern sem getur áttað sig hratt og vel á aðstæðum, einhvern sem getur unnið vinnuna sína vel, einhvern sem áttar sig á hvernig markmið og lausnir vinna saman, og hvernig heimurinn er sífellt að breytast og við með.

En heimspekin er samt eitthvað sem við notum öll þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem gerir okkur og þau sem við elskum hamingjusöm, þegar við veltum fyrir okkur hvernig best væri að ala upp börnin okkar, hvernig við getum gert það rétta við ólíkar aðstæður, hvernig við getum bætt ákvarðanatöku okkar, hvernig við getum fundið leiðir til að bæta hæfni okkar með einhverjum hætti, og hvernig við getum hugsað betur um lífið og tilveruna. 

Við gerum þetta öll, en sumir hafa bara viðað að sér meiri upplýsingum og unnið með þær yfir langan tíma, sem hefur vissulega áhrif á hvernig maður lifur lífinu og hvernig maður bregst við erfiðum atburðum.

 


Meira en bara hæfni - Hvernig nám breytir okkur

“Nám er hægt að skilgreina sem sérhvert ferli í lífveru sem leiðir til endanlegrar breytingar á getu og sem er ekki einungis orsökuð af lífrænum þroska eða hærri aldri.” (Knut Illeris, 2007) Hver kannast ekki við að hafa farið á námskeið til...

Svo lærir lengi sem lifir

Kennsla og nám er tvennt ólíkt. Kennsla felur í sér að skapa aðstæður fyrir nám, og námið getur verið fyrir þann sem skapar aðstæðurnar eða einhvern sem nýtir sér þjónustuna sem felst í kennslu til að læra hraðar og betur það sem viðkomandi vill læra....

Takmörk þekkingar í þessum óþekkta heimi

Þegar ég skrifaði BA ritgerðina mína í heimspeki fyrir nokkrum áratugum benti Páll Skúlason mér nokkrum sinnum á nauðsyn þess að átta sig á eigin takmörkunum, skilja vel hugtökin sem við beittum og einnig átta okkur á hversu lítið við vitum í raun um það...

Lífsins jarðhræringar: í leit að visku og sjálfsstjórn

Ef við tökum stöðugt á fordómum okkar og hreinsum þá reglulega út úr huga okkar, þá erum við á góðri leið með að byggja upp visku og sjálfsstjórn hjá okkur sjálfum. Við þurfum að muna að við getum ekki hreinsað út fordóma hjá öðru fólki, gert aðrar...

Að slíta hlekki fordóma með gagnrýnni hugsun

Ef það er eitthvað eitt sem mér líkar virkilega illa, þá eru það fordómar. Ekki bara fordómar annarra, heldur einnig mínir eigin. Oft velti ég fyrir mér hvaðan þessir fordóma koma, því þeir læðast stundum inn í hug manns og koma aftan að manni, eins og...

Kíkt undir húddið á PISA: Ísland gegn heiminum

Í kjölfar harkalegra dóma gagnvart stöðu íslenska menntakerfisins, hef ég ákveðið að leggjast aðeins yfir PISA könnunina sem rædd hefur verið af miklum krafti síðustu daga, og sýnist mér því miður oft vera dæmt út frá niðurstöðum frekar en rýnt í...

Af hverju viðurkennum við þrjósku en höfnum heimsku?

Það má færa fyrir því rök að þrjóska sé ein af undirstöðum fáfræðinnar, því hinn þrjóski heldur að hann viti það sem hann ekki veit og vill ekki viðurkenna að mögulega hafi hann rangt fyrir sér, þannig að ef okkur langar til að vera fráfróðar eða...

Af hverju heldur fólk fast í ranghugmyndir?

Öllum finnst okkur óþægilegt að hafa ósamræmi í heimsmynd okkar, þegar eitthvað virðist ekki passa. Við vitum að eitthvað er ekki alveg í lagi, en áttum okkur ekki fyllilega á hvað það er. Fólk fer ólíkar leiðir til að fylla upp í þetta gap sem ósamræmið...

Hreinskilni í orðavali: hvernig orðin skapa heimsmynd okkar

Ímyndaðu þér ef þú kallaðir kött hund, og hund mús, og mús rottu. Hvað myndi gerast? Myndir þú rugla sjálfan þig í rýminu og kannski í leiðinni byrja að rugla aðra í rýminu? Segjum að þú kallaðir gulan rauðan og rauðan bláan og bláan grænan. Fljótlega...

Hvernig verður siðferði okkar til?

Við ákveðum öll að lifa lífinu einhvern veginn, og við ákveðum að lifa því á ólíkan hátt. Sum okkar viljum við hlíða fornum hefðum, sumir vilja lifa lífinu eins og þeim sýnist, og sumir vilja fylgja ákveðnum leiðum sem þeim finnst skynsamleg. Sumar...

Allt það litla sem við gerum telur: hvernig við breytum heiminum

Við getum ekki ákveðið hvernig aðrir koma fram við okkur, en við getum ákveðið hvernig við sjálf komum fram við annað fólk. Að velja það að hegða okkur í samræmi við það hvernig við skiljum hið góða og réttlætið, tryggir að við vinnum ekki öðrum skaða,...

Trú og aðdáun - pælingar um hvernig við erum

Segjum að þú hafir áhuga á einhverju eins og skák eða fótbolta. Þá er ekkert eðlilegra en að ganga í skákfélag eða íþróttafélag ef þig langar til að keppa, og ef þig langar ekki til að keppa, finna þér annaðhvort einhvern skákmann eða fótboltafélag til...

Trúarbrögð sem stofnanir: meira en bara trú

"Trúarbrögð eru einstaklega félagsleg fyrirbæri. Trúarleg framsetning er sameiginleg framsetning sem tjáir sameiginlegan veruleika." (Durkheim. 1912. The Elementary Forms of Religious Life.” Í gær setti ég fram í spurningu þá staðhæfingu að...

Hlutverk trúarbragða: að varðveita þekkingu og visku fyrri kynslóða?

Nú vil ég aðeins velta fyrir mér hvernig við ekki aðeins komum uppgötvunum okkar til skila, ekki aðeins til einstaklinga heldur til mikils fjölda, og ekki aðeins til mikils fjölda heldur helst til allra, og ekki aðeins allra sem eru á lífi, heldur einnig...

Leitin að heiðarleika og hreinskilni

Sem barn og unglingur stóð ég sjálfan mig að því að vera manneskja sem ég vildi ekki verða. Þá laug, blekkti ég og sveik fólk. Til allrar hamingju áttaði ég mig á að þessi hegðun hafði slæm áhrif á þá sem urðu fyrir þessari hegðun, og það sem meira var,...

Mannlegt eðli: að verða meira manneskjur

Tré vaxa og blóm blómstra, þau nærast á jörð og regni. Dýr fæðast, þroskast og deyja, þau geta hreyft sig til að nærast og fjölga sér. Fuglar fljúga, fiskar synda, ormar skríða og ljónin liggja í leti undir pálmatré. Lífið snýst oft um að næla sér í...

Hvaða gagn gerir samviskan?

Ég veit að ég hef samvisku, einhvers konar siðferðilegan áttavita sem hjálpar mér að átta mig á hvað er gott og hvað er vont að gera. Samviskan lætur mig vita ef ég ætla að gera eitthvað sem er ekki alveg nógu gott, en virðist vera hlutlaus þegar kemur...

Af hverju við ættum að segja hvað okkur finnst

Ekkert okkar hefur fullmótaðar eða fullkomnar skoðanir um alla mögulega hluti. Stundum eru skoðanir okkar nokkuð góðar og stundum frekar vondar. Hvort sem þær eru góðar eða vondar, þá er gott að tjá hvort tveggja. Ef við tjáum þær góðu þá erum við líkleg...

Hvalurinn og blindu mennirnir

Dag einn í litlu sjávarplássi voru sex blindir vinir að ræða saman um hvalveiðar. Þeir áttu í hatrömmum umræðum um af hverju ætti að leyfa hvalveiðar og af hverju ætti að banna þær, þar til einn þeirra spurði, “Hefur einhver ykkar séð hval?”...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband